Hópurinn valinn fyrir Frakkaleikinn
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn er heldur til Frakklands og leikur þar lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009. Íslenska liðinu nægir jafntefli gegn Frökkum til þessa að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fer fram í Finnlandi.
Mikil spenna er fyrir þennan leik og nokkur fjöldi Íslendinga fer til Frakklands gagngert til þess að sjá þennan mikilvæga leik. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu og hefst leikurinn kl. 14:00 á laugardaginn.
Ísland vann Frakkland í fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum á síðasta ári með marki Margrétar Láru Viðarsdóttur. Er það eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig í keppninni til þessa.