• mán. 15. sep. 2008
  • Landslið

U17 karla leikur í undankeppni EM hér á landi

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Strákarnir í U17 karla leika í riðlakeppni EM hér á landi dagana 24. - 29. september.  Andstæðingar Íslendinga í riðlinum verða Sviss, Úkraína og Noregur.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla mun tilkynna æfingahóp fyrir keppnina á morgun, þriðjudag.

Ljóst er að riðillinn verður erfiður en vonandi mun heimavöllurinn nýtast íslenska liðinu.  Íslenska liðið mun leika leiki sína á Akranesvelli, KR velli og Vodafonevellinum en auk þessara valla verður leikið á Fjölnisvelli, Grindavíkurvelli og Keflavíkurvelli.

Riðill U17 karla