Sparkvallaæfingar fyrir fatlaða á Akureyri
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir.
Ákveðið hefur verið að standa fyrir sparkvallaverkefni IF og KSÍ á Akureyri í samvinnu við ÍBA.
Opin æfing verður á sparkvellinum við Brekkuskóla á Akureyri sunnudaginn 14. september 2008.
Æfingin verður frá kl. 12:00 til 13:30. Leiðbeinandi verður: Jónas L. Sigursteinsson en auk þess munu Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari og Kristinn R. Jónsson, þjálfari U19 karla mæta á svæðið auk fleiri góðra gesta.
Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, stelpur og strákar.
Stefnt er að því að almenn knattspyrnufélög taki aukinn þátt í að stuðla að þátttöku fatlaðra í knattspyrnu en mikið verk er óunnið á þessu sviði. Ný verkefni eru spennandi en oft þarf mikla hvatningu til að fötluð börn og unglingar mæti til leiks og prófi að vera með.
Því er mikilvægt að sem flestir aðstoði við að kynna verkefnið og hvetji til þátttöku. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Guðlaugi Gunnarssyni(gulli@ksi.is) og hjá Þresti Guðjónssyni(sporri@internet.is).