Franski hópurinn tilkynntur
Þjálfari franska kvennalandsliðsins, Bruno Bini, hefur tilkynnt 18 manna hóp sinn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í la-Roche-sur Yon þann 27. september næstkomandi. Með stigi tryggir íslenska landsliðið sig áfram í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.
Alls eru 9 leikmenn frá Frakklandsmeisturum Lyon eru í hópnum en liðið fór í undanúrslit Evrópukeppni kvenna á síðasta ári en féll út gegn Umeå. Þegar þrjár umferðir eru búnar af frönsku deildinni er Lyon á toppnum með fullt hús stiga. Í síðustu umferð lögðu þær Montpellier, en þaðan koma fimm leikmenn úr franska hópnum, 2-1.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
- Céline Deville (Montpellier HSC)
- Bérangère Sapowicz (Paris-SG)
Varnarmenn:
- Sonia Bompastor (Olympique Lyonnais)
- Ludivine Diguelman (Montpellier HSC)
- Sandrine Dusang (Olympique Lyonnais)
- Laura Georges (Olympique Lyonnais)
- Sabrina Viguier (Montpellier HSC)
Miðjumenn:
- Camille Abily (Olympique Lyonnais)
- Elise Bussaglia (Montpellier HSC)
- Alix Faye Chellali (Olympique Lyonnais)
- Corine Franco (Olympique Lyonnais)
- Louisa Nécib (Ol. Lyonnais)
- Sandrine Soubeyrand (Juvisy FCF)
- Gaétane Thiney (FCF Juvisy)
Sóknarmenn:
- Sandrine Brétigny (Olympique Lyonnais)
- Candie Herbert (FC Hénin-Beaumont)
- Elodie Ramos (Montpellier HSC)
- Elodie Thomis (Olympique Lyonnais)
Töluvert er síðan að franska liðið lék síðast í riðlakeppninni en það var gegn Serbíu á heimavelli þann 8. maí síðastliðinn. Franska liðið vann þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Eina tap Frakkana til þessa var hér á Laugardalsvelli þegar Ísland fór með sigur af hólmi, 1-0. Það er jafnfram eina markið er Frakkar hafa fengið á sig til þessa í undankeppninni.
Hægt er að kaupa miða á landsleikinn ytra hér á síðunni og eru allir þeir Íslendingar sem tök hafa á, hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á EM.