Þjálfaraferð til Hollands
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og KSÍ stendur fyrir þjálfaraferð til Hollands 9. - 12. október næstkomandi í tengslum við landsleik Hollands og Íslands laugardaginn 11. okt.
Flogið verður út að morgni fimmtudags og komið heim síðdegis á sunnudeginum. Dagskrána má sjá hér neðar, en fylgst verður með æfingum og leikjum hjá Ajax og Feyenoord ásamt því að farið verður á landsleik Hollands og Íslands.
Verð kr. 78.500 á mann í tvíbýli, 89.900 á mann í einbýli.
Innifalið: Flug, 4 stjörnu hótel með morgunmat og miði á landsleikinn.
Ferðin mun gefa þjálfurum einingar í endurmenntun UEFA A.
KÞÍ hvetur félagsmenn til að skrá sig í ferðina sem fyrst, fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Skráning í ferðina fer fram á netfangi kthi@isl.is
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.