• mið. 10. sep. 2008
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Skotum tilbúið

Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net
Byrjunarlidid_gegn_Noregi_sept_2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í dag í fyrsta heimaleik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Byrjunarliðið(4-5-1):

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Stefán Gíslason

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Heiðar Helguson

Þeir sem eru ekki í leikmannahópnum að þessu sinni eru þeir Jónas Guðni Sævarsson, Davíð Þór Viðarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson.