• fim. 04. sep. 2008
  • Fræðsla

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA bikars kvenna

Sportmyndir.net
Valur_KR_2008_0089

Knattspyrnusamband Ísland og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í tengslum við Visa bikarúrslitaleik kvenna (KR og Vals) þann 20. september næstkomandi. 

Þetta er í fyrsta skipti sem haldin verður slík ráðstefna en ætlunin er að halda hana árlega ef vel tekst til í þetta skipti.

Á ráðstefnunni eru áhugaverðir fyrirlestrar, tækifæri til að spyrja spurninga, boðið verður upp á veitingar og miða á Visa bikarúrslitaleikinn.

Ráðstefnugjaldi er stillt mjög í hóf og er aðeins 1.000 krónur.  Ráðstefnan er öllum opin og KSÍ vill hvetja sem flesta til að mæta og stúlkur og konur eru sérstaklega boðnar velkomnar. 

Hér að neðan má sjá allar nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og fleira:

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA bikars kvenna

Laugardaginn 20. september 2008

Fræðslusetur KSÍ, Laugardalsvelli, 3. hæð

Dagskrá:

12:00  Ávarp Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ og Ingibjörg Hinriksdóttir, formaður fræðslunefndar KSÍ

12:20  Mín hugmyndafræði í þjálfun kvennalandsliðsins Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna

13:10  Fjöldi erlendra leikmanna í knattspyrnu kvenna á Íslandi - Mín skoðun - Þorkell Máni Pétursson, þjálfari mfl. kvenna Stjörnunni

13:40  “Spáð í spilin” hugleiðingar mínar um Visa bikarúrslitaleikinn Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari mfl. kvenna Breiðabliki.

14:30  Þjálfarar liðanna sem leika til úrslita Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson þjálfarar Vals og Helena Ólafsdóttir þjálfari KR

15:00  Veitingar í boði KSÍ og KÞÍ

16:00  Úrslitaleikur VISA bikarsins, Valur-KR

Verð Kr. 1.000 Veitingar og miði á Visa bikarúrslitaleikinn er innifalinn í verðinu.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is

Nánari upplýsingar veitir Dagur Sveinn Dagbjartsson starfsmaður á fræðslusviði KSÍ í síma 510-2977.

Dagskrá