• mið. 03. sep. 2008
  • Fræðsla

Ráðstefna um knattspyrnuþjálfun erlendis

Snjallir erlendir leikmenn
Erlendir_leikmenn

Þriðjudaginn 16. september ætla Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að halda sameiginlega ráðstefnu um knattspyrnuþjálfun erlendis og er aðgangur ókeypis.

Fimm áhugaverð erindi verða flutt á ráðstefnunni:

Guðjón Þórðarsson - Reynsla mína af þjálfun í atvinnumennsku erlendis

Magni Fannberg Magnússon - Þjálfun hjá AC Milan

Heimir Guðjónsson og Ásmundur Haraldsson - Ráðstefna bandaríska þjálfarafélagsins 2008

Elísabet Gunnarsdóttir - Þjálfun kvenna í atvinnumennsku (Potsdam, LDB Malmö og Indiana)

Eysteinn Húni Hauksson - Knattspyrnuakademía Heracles og Twente

Hér er að finna drög að dagskrá ráðstefnunnar en smávægilega breytingar gætu átt sér stað á uppröðun fyrirlesara.  Námskeiðið fer fram í fræðslusetri KSÍ á 3. hæð.

Aðgangur er sem fyrr segir ókeypis en áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.

Þjálfun erlendis – Hvað getum við lært?