• mið. 27. ágú. 2008
  • Landslið

Tap hjá U18 gegn Tékkum

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Íslenska U18 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Tékkum á æfingamóti er fer fram í Tékklandi um þessar mundir.  Lokatölur urðu 2-0 Tékkum í vil en staðan var þannig í hálfleik.

Liðið verður aftur á ferðinni í dag þegar leikið verður við Norðmenn.  Sá leikur hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarliðið í þeim leik.

Byrjunarlið (4-5-1):

Markvörður: Ásgeir Þór Magnússon

Hægri bakvörður: Gísli Páll Helgason, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Haukur Heiðar Hauksson

Miðverðir: Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson

Tengiliðir: Vilhjálmur Einarsson og Andri Fannar Stefánsson

Sóknartengiliður: Ragnar Leósson

Hægri kantur: Arnar Sveinn Geirsson

Vinstri kantur: Pape Mamadou Faye

Framherji: Ólafur Karl Finsen