Þjálfaranámskeið KSÍ á næstu mánuðum
Nú liggja fyrir dagsetningar á flestum þjálfaranámskeiðum KSÍ fyrir árið 2008 og fyrri hluta 2009. Til að fá nánari upplýsingar skal hafa samband við Dag Svein Dagbjartsson á fræðslusviði KSÍ.
Þjálfaranámskeið KSÍ á næstu mánuðum verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:
- KSÍ I: 10.-12. október og 17.-19. október ´
- KSÍ II: 31. okt – 2. nóv og 14.-16. nóvember
- KSÍ III: Janúar/febrúar 2009
- KSÍ IV: 3.-5. október
- KSÍ V: Mars/apríl 2009
- KSÍ VI: 16-23. janúar 2009 á Englandi
- KSÍ VII: Febrúar-mars 2009.
- KSÍ B (UEFA B) próf: Febrúar 2009
- KSÍ A (UEFA A) próf: Febrúar 2009
Önnur námskeið og ráðstefnur:
- Sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ um þjálfun hjá erlendum félögum 16. september.
- Bikarúrslitaráðstefna kvenna verður haldin í samstarfi við KÞÍ þann 20. september.
- Bikarúrslitaráðstefna karla verður haldin í samstarfi við KÞÍ þann 4. október.
- Endurmenntunarnámskeið í Hollandi fyrir UEFA-A þjálfara, haldið í samvinnu við KÞÍ 9-12. október.
- Endurmenntunarnámskeið á Íslandi fyrir UEFA-A þjálfara í janúar/febrúar 2009.
Námskeið á landsbyggðinni verða haldin eftir þörfum.
Skráning á ofangreind námskeið hefst 3 vikum fyrir viðkomandi námskeið.
Nánari upplýsingar veitir Dagur Sveinn Dagbjartsson á fræðslusviði KSÍ í síma 510-2977 (dagur@ksi.is).