• mið. 20. ágú. 2008
  • Landslið

Strákarnir í U21 mæta Dönum í dag

Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007
JGK_6578

Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag og verður leikið á KR vellinum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 og er aðgangur ókeypis á þennan vináttulandsleik.

Danir eru í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópukeppni U21 en úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð á næsta ári.  Danir eru þar í harðri keppni, tveimur stigum á eftir Finnum en þremur stigum á undan Skotum sem eiga þó leik inni.

Danir hafa tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað:

Markvörður: Kasper Schmeichel Manchester City

Aðrir leikmenn: 

  • Michael Jakobsen AaB
  • Daniel Wass Brøndby
  • Magnus Troest Parma
  • Michael Lumb AGF
  • Søren Christensen FC Nordsjælland
  • Tobias Mikkelsen Brøndby
  • Thomas Enevoldsen AaB
  • Nicklas Pedersen FC Nordsjælland
  • Lasse Schöne NEC Nijmegen
  • Søren Rieks Esbjerg

Þessi leikur er liður í lokaundirbúningi íslenska liðsins fyrir síðustu leiki liðsins í sínum riðli.  Liðið leikur við Austurríki ytra þann 5. september næstkomandi og svo heima gegn Slóvakíu þann 9. september.