• mið. 20. ágú. 2008
  • Landslið

Rakel gaf ungri knattspyrnukonu landsliðstreyju

Rakel Hönnudóttir færði Margréti Selmu Steingrímsdóttur landsliðstreyju
Rakel_og_Margret

Á heimasíðu Þórs, www.thorsport.is er sagt frá Margréti Selmu Steingrímsdóttur sem er efnileg knattspyrnustúlka og leikur með KA.  Hún varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik með félagi sínu en þá var KA að leika í úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ.  Lið hennar sigraði í þessari úrslitakeppni og var það landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er afhenti verðlaunin. 

Þar sem Margrét Selma gat ekki verið við verðlaunaafhendinguna ákvað Rakel að heimsækja hana og færði henni við það tækifæri landsliðstreyju að gjöf.

Knattspyrnusambandið sendir Margréti sínar bestu kveðjur með óskir um góðan bata og vonast til að sjá hana á knattspyrnuvellinum sem allra fyrst.  Margrét Selma á örugglega eftir að klæðast peysunni laugardaginn 27. september þegar að Rakel og stöllur hennar í landsliðinu mæta Frökkum ytra.  Þar kemur í ljós hvort að Ísland tryggi sér beint sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári.

Rakel Hönnudóttir færði Margréti Selmu Steingrímsdóttur landsliðstreyju

Mynd: Margrét Selma Steingrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir.  Myndin er fengin af www.thorsport.is