Ísland - Aserbaídsjan í kvöld
Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:45. Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 en hleypt er inn á völlinn kl. 18:30.
Þetta er í fyrsta skiptið er Ísland og Aserbaídsjan mætast í landsleik en leikurinn er lokaverkefni liðsins áður en að undankeppnin fyrir HM í Suður Afríku 2010 hefst. Fyrsti leikurinn í þeirri keppni verður laugardaginn 6. september þegar að Norðmenn verða sóttir heim og í kjölfarið fylgir heimaleikur gegn Skotum, miðvikudaginn 10. september.
Þeir sem vilja taka forskot á sæluna eru minntir á vináttulandsleik Íslendinga og Dana í U21 karla en sá leikur fer fram á KR vellinum og hefst kl. 16:30. Verður fróðlegt að sjá íslensku strákana etja kappi við hið skemmtilega danska lið. Aðgangur á leikinn á KR vellinum er ókeypis
Miðaverð á leikdag á Ísland - Aserbaídsjan
- Sæti í rauðu svæði kr. 3.500
- Sæti í bláu svæði kr. 2.500
- Sæti i grænu svæði kr. 1.500
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.