Danski U21 hópurinn gegn Íslandi
Keld Bordinggaard, þjálfari U21 landsliðs Dana, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á KR-velli 20. ágúst. Nokkuð er um meiðsli á meðal fastamanna og því telur Bordinggaard hópinn vera veikari en ella.
Fjórir leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum. Markvörðurinn Kasper Schmeichel hjá Manchester City á Englandi, varnarmaðurinn Magnus Troest hjá ítalska liðinu Parma, miðjumaðurinn Lasse Schöne leikur í hollensku deildinni með NEC Nijmegen og sóknarmaðurinn Martin Christensen er á mála hjá Charlton á Englandi.