• þri. 12. ágú. 2008
  • Fræðsla

Norðlenskar fótboltahnátur æfa saman

hnatur-IMG_1843
hnatur-IMG_1843

Um 130 stelpur í 6. og 7. flokki af Norðurlandi æfðu saman og skemmtu sér á KA-svæðinu 29. júlí síðastliðinn. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist.

Æft var frá kl. 11:00 og til 12:30 þar sem stelpunum var skipt á stöðvar og var einn leiðbeinandi á hverri stöð.  Síðan tók við hádegishressing og að henni lokinni voru stelpunum sýnd myndbönd, sem KA fékk að láni af þessu tilefni frá KSÍ. 

Að þessu loknu tóku aftur við fótboltaæfingar og var æft í rúman klukkutíma, en þessum vel heppnaða degi lauk með grillveislu.

Það var gaman að sjá hversu margar ungar og áhugasamar stelpur æfa fótbolta á Norðurlandi, sem gefur góð fyrirheit um að kvennaknattspyrnan haldi áfram að sækja í sig veðrið fyrir norðan á næstu árum.

hnatur-IMG_1848

hnatur-IMG_1932

hnatur-IMG_1884