• þri. 12. ágú. 2008
  • Landslið

Miðasala á Ísland-Aserbaídsjan hafin

Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!
studningsmenn-JGO_0385

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan, sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi.  Sem fyrr fer miðasalan fram í gegnum vefinn midi.is.

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna frítt á leikinn.  Jafnframt mun KSÍ bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum frítt á leikinn. 

Aðildarfélög KSÍ sem vilja koma með hópa yngri iðkenda sinna á leikinn er bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ. Tilgreina þarf félag, fjölda iðkenda og tengilið/forráðamann. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum sem að sjálfsögðu fá líka frímiða. Miðar verða afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli á leikdag.

Aðgöngumiðar fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega verða afhentir á skrifstofu KSÍ mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. ágúst, gegn framvísun viðeigandi skírteina.

Miðaverð á leikinn

Forsala til og með 19. ágúst
Sæti í rauðu svæði kr. 3.000
Sæti í bláu svæði kr. 2.000
Sæti i grænu svæði kr. 1.000

Miðaverð á leikdag 20. ágúst
Sæti í rauðu svæði kr. 3.500
Sæti í bláu svæði kr. 2.500
Sæti i grænu svæði kr. 1.500

Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.

Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn.

Fara á miðasöluvef - midi.is

midi.is