• fös. 01. ágú. 2008
  • Landslið

U17 karla leikur við Skota um 5. sætið á NM

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Leikið verður um sæti á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla á laugardag.  Ísland hafnaði í 3. sæti síns riðils og mætir Skotlandi í leik um 5. sætið á mótinu.  Leikurinn fer fram á Starke Arvid Arena í Ljungskile og hefst kl. 11:30 að íslenskum tíma. 

Gestgjafarnir, Svíar, leika til úrslita og mæta þar Norðmönnum.  Finnar og Færeyingar leika um 7. sætið og Englendingar mæta Dönum í leik um 3. sætið á mótinu.

Í A-riðli voru þrjú lið jöfn með 6 stig og réði því markatala liðanna endanlegri röð þeirra.  Svíar voru með langbestu markatölun eftir að hafa unnið tvo leiki 5-1.  Danir höfnuðu í öðru sæti og Skotar í því þriðja, en Færeyingar ráku lestina, án stiga.

Í B-riðli voru Norðmenn og Englendingar jafnir í efstu tveimur sætunum, en markatala þeirra norsku var betri.  Ísland hafnaði í þriðja sæti, en Finnar hlutu engin stig í riðlinum.