• fim. 31. júl. 2008
  • Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Finnum í dag

U17 landslið karla
ksi-u17karla

U17 landslið karla leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppninni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru Finnar og hefur Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnt hverjir hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Ísland og Finnland eru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og því ræður leikurinn í dag úrslitum um hvaða sæti liðin leika á laugardag.  Sigurður Egill Lárusson snýr aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Englendingum á þriðjudag og Aron Elís Árnason tekur stöðu Árna Freys Ásgeirssonar í markinu.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3):

Markvörður:  Aron Elís Árnason.

Hægri bakvörður:  Andri Fannar Freysson.

Vinstri bakvörður:  Sindri Snær Magnússon.

Miðverðir:  Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson (fyrirliði).

Varnartengiliðir:  Torfi Karl Ólafsson og Andri Rafn Yeoman.

Sóknartengiliður:  Zlatko Krickic.

Hægri kantmaður:  Rúrik Andri Þorfinnson.

Vinstri kantur:  Sigurður Egill Lárusson.

Miðframherji:  Ólafur Karl Finsen.