• þri. 29. júl. 2008
  • Landslið

Fjórar breytingar á byrjunarliði U17 karla

U17 landslið karla
ksi-u17karla

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjar dagsins eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. 

Fyrsta umferðin fór fram á mánudag og beið íslenska liðið þá lægri hlut gegn Norðmönnum, 1-4.  Englendingar unnu hins vegar eins marks sigur í fyrstu umferð, gegn Finnum.

Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og gerir hann nokkrar breytingar frá leiknum á mánudag.  Sigurður Egill Lárusson fékk að líta rauða spjaldið í fyrsta leiknum og er því í leikbanni í dag.  Andri Fannar Freysson, Tómas Guðmundsson og Rúrik Andri Þorfinnsson byrja á bekknum.  Í þeirra stað koma inn í byrjunarliðið þeir Sindri Snær Magnússon, Davíð Þór Ásbjörnsson, Alexander Kostic og Styrmir Árnason.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3): 

Markvörður:  Árni Freyr Ásgeirsson

Hægri bakvörður:  Sindri Snær Magnússon

Vinstri bakvörður:  Guðmundur Þórarinsson

Miðverðir:  Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson

Varnartengiliðir:  Andri Rafn Yeoman - Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Sóknartengiliður:  Alexander Kostic

Hægri kantmaður:  Styrmir Árnason

Vinstri kantmaður:  Zlatko Krickic

Miðframherji:  Ólafur Karl Finsen