• þri. 29. júl. 2008
  • Landslið

Eins marks tap hjá U17 karla gegn Englandi

Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi
u17karla2008-ENG-ISL_2907_08_004

Önnur umferð Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla fór fram í dag, þriðjudag.  Ísland tapaði fyrir Englandi með eins marks mun og gerðu þeir ensku eina mark leiksins.  Í hinum leik riðilsins unnu Norðmenn öruggan 4-1 sigur á Finnum og eru því efstir í B-riðli ásamt Englendingum.  Finnar og Íslendingar eru án stiga, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudag.

Í A-riðli komust Danir í toppsætið með því að leggja Færeyinga með tveimur mörkum gegn engu, en þess má geta að íslenskir dómarar voru í þeim leik, þeir Þóroddur Hjaltalín aðaldómari og Gylfi Már Sigurðsson annar aðstoðardómarinn.  Gestgjafarnir, Svíar, unnu 5-1 stórsigur á Skotum.