• fös. 18. júl. 2008
  • Fræðsla

Vel heppnuð heimsókn á Ísafjörð

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008
Grasrotarstarf_a_Isafirdi

Ungir knattspyrnumenn á Ísafirði fengu góða heimsókn í gær en þá mættu á æfingu hjá þeim góðir gestir sem kunna ýmislegt fyrir sér í knattspyrnunni.  Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson mætti á æfinguna ásamt leikmönnunum Gunnleifi Gunnleifssyni úr HK og Elínu Svavarsdóttur úr Aftureldingu.  Einnig var Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, þjálfari og fyrrverandi landsliðsmaður með í för.  Tók þessi hópur þátt í æfingunni með efnilegum krökkum á Ísafirði og gáfu þeim góð ráð í leiðinni.

Heimsóknin er hluti af grasrótarverkefni KSÍ en þar koma við sögu leikmenn úr Landsbankadeild karla og kvenna sem og fyrrverandi landsliðsmenn.  Mikill áhugi var hjá krökkunum og tóku ákaflega vel á móti þessum gestum.

Landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, Luka Kostic, gerir það einnig víðreist og heimsækir félög en hann sinnir útbreiðslustarfi á vegum KSÍ.  Á síðustu dögum hefur Luka farið í Borganes, Þingeyri, Egilsstaði og Siglufjörð.  Hefur hann bæði stjórnað æfingum og haldið fyrirlestra fyrir iðkendur, þjálfara og foreldra.  Viðbrögðin hafa verið frábær við þessum heimsóknum og miklar og skemmtilegar umræður hafa skapast.  Ljóst er að sparkvellirnir sem eru víða um land, hafa gjörbylt aðstæðum fyrir unga knattspyrnuiðkendur á þessum stöðum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af heimsókninni á Ísafjörð.

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008

Frá grasrótarheimsókn á Ísafjörð í júlí 2008