• þri. 15. júl. 2008
  • Fræðsla

Norræn barna- og unglingaráðstefna

Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt
5_flokkur_Breidablik_2006

Í júnímánuði var haldin á Laugarvatni Norðurlandaráðstefna í barna- og unglingaþjálfun. Þar voru saman komnir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, frá hinum ýmsu sérsamböndum. Fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands á ráðstefnunni voru þeir Sigurður Þórir Þorsteinsson og Örn Ólafsson, sem báðir sitja í fræðslunefnd KSÍ.

Helstu umræðuefni ráðstefnunnar snérust um brottfall barna og unglinga í íþróttum og hlutverk félaga og stjórnenda í félögum. Auk þess voru í gangi umræðuhópar þar sem sérsamböndin ræddu það sem vel er gert og það sem betur megi gera til að auka þátttöku barna og unglinga og auka þátttöku leiðtoga í starfi félaga.

Heimasíðu ráðstefnunnar og fyrirlestra má finna hér að neðan.

http://www.isi.is/?ib_page=477&iw_language=is_IS