• lau. 05. júl. 2008
  • Landslið

Þjóðverjar sigruðu á Opna Norðurlandamótinu

Þjóðverjar sigruðu Opna Norðurlandamótið árið 2008, sigruðu Frakka í úrslitaleik 5-0
Tyskaland_U16_meistarar

Í dag var leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna en mótið hófst hér á landi á mánudag.  Þjóðverjar unnu Frakka örugglega í úrslitaleik á Laugardalsvelli og Íslendingar lögðu Svía í leik um sjöunda sætið.  Norðmenn urðu Norðurlandameistarar þar sem þeir voru efstir Norðurlandaþjóða.

Þýska liðið var sannarlega vel að sigrinum komið enda gríðarlega sterkt lið þar á ferðinni.  Í leikjunum fjórum voru Þjóðverjar með markatöluna 22-0.  Í úrslitaleiknum höfðu ÞjóðvBerglind Björg Þorvaldsdóttirerjar yfirhöndina allan tímann og leiddu í hálfleik 3-0.  Þær fögnuðu svo verðskulduðum sigri í leikslok, 5-0 og fengu bikar afhentan frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ.

Íslenska liðið sigraði Svía í leik um sjöunda sætið, 2-0.  Það voru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir er skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.

Finnar enduðu í fimmta sætið eftir að hafa lagt Dani með þremur mörkum gegn einu.  Á Valbjarnarvelli áttust við Norðmenn og Hollendingar í leik um þriðja sætið og höfðu hollensku stelpurnar betur, sigruðu með þremur mörkum gegn einu í hörkuleik.Hinn röggsami, Ólafur Böðvar Helgason, var fjórði dómari á leik Noregs og Hollands í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna 2008

Opna Norðurlandamótinu er því lokið og vill Knattspyrnusambandið þakka sjálfboðaliðum fyrir þeirra ómetanlegu störf við mótið en án þeirra er mótahald eins og þetta óframkvæmanlegt.  Einnig fá þau félög er lánuðu velli sína, aðstöðu og starfsfólk kærar þakkir fyrir þeirra stóra framlag.

Þjóðverjar hampa sigurlaununum á Opna Norðulandamótinu hjá U16 kvenna 2008

Þjóðverjar sigruðu Opna Norðurlandamótið árið 2008, sigruðu Frakka í úrslitaleik 5-0

Myndir: Þýska liðið fagnar sigri í leikslok