• fös. 04. júl. 2008
  • Landslið

Leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna

Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson
Island_Tyskaland_U16_kvenna_20081

Á morgun, laugardaginn 5. júlí, verður leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna.  Úrslitaleikurinn verður á milli Þýskalands og Frakklands en íslensku stelpurnar leika um sjöunda sætið á mótinu og mæta Svíum á ÍR velli kl. 11:00.

Leikirnir eru eftifarandi

Leikið um 7. sætið

Ísland - Svíþjóð  kl. 11:00  ÍR völllur

Leikið um 5. sætið

Danmörk - Finnland  kl. 11:00  Fjölnisvöllur

Leikið um 3. sætið

Noregur - Holland  kl. 11:00  Valbjarnarvöllur

Úrslitaleikur

Þýskaland - Frakkland  kl. 14:00  Laugardalsvöllur

Áhugamenn eru hvattir til þess að taka daginn snemma og kíkja á framtíðarleikmenn í knattspyrnu kvenna í góða veðrinu.  Aðgangur á leikina er ókeypis.