• fim. 03. júl. 2008
  • Landslið

Ísland mætir Þýskalandi á Hvolsvelli

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson
Noregur_Tyskaland_NM_U16_kvenna_3

Lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U16 kvenna fer fram í dag.  Íslendingar taka á móti Þjóðverjum og fer leikurinn fram á Hvolsvelli og hefst kl. 16:00 eins og allir leikir síðustu umferðarinnar.

Þýska liðið er geysilega sterkt og hefur unnið báða leiki sína til þessa með miklum mun.  Þetta verður því krefjandi verkefni fyrir íslensku stelpurnar og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að veita þeim verðugan stuðning.

Í hinum leik A riðils eigast við Noregur og Danmörk í Þorlákshöfn.  Í B riðli mætast efstu lið riðilsins, Frakkland og Holland, á Njarðvíkurvelli og í Grindavík eigast við Finnland og Svíþjóð.

A riðill

B riðill