• mið. 02. júl. 2008
  • Landslið

Tap í markaleik gegn Noregi

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson
Noregur_Tyskaland_NM_U16_kvenna_2

Norðurlandamóti U16 var áframhaldið í gærkvöldi og voru fjórir leikir á dagskránni.  Ísland mætti Noregi í Þorlákshöfn og fóru Norðmenn þar með sigur af hólmi í miklum markaleik, 6-2.  Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppninni á morgun, fimmtudag, þegar þær taka á móti Þjóðverjum.

Þýska liðið er gríðarlega sterkt og í gær lágu Danir með átta mörkum gegn engu.  Í hinum riðlinum lögðu Frakkar Svía með fjórum mörkum gegn einu í Sandgerði og Holland lagði Finna með tveimur mörkum gegn engu í Garðinum.

Lokaumferð riðlanna fer fram á morgun, fimmtudag og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Í A riðli leika á Hvolsvelli Ísland og Þýskaland og í Þorlákshöfn mætast Danir og Norðmenn.  Í B riðli leiks svo efstu lið riðilsins, Frakkland og Holland á Njarðvíkurvelli og í Grindavík mætast Finnland og Svíþjóð.

A riðill

B riðill