• mið. 02. júl. 2008
  • Landslið

Miðasala á Noreg - Ísland 6. september

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2010 verður laugardaginn 6. september en þá verða Norðmenn sóttir heim.  Leikurinn fer fram á Ullevaal vellinum í Osló og hefst kl. 19:00 að staðartíma (17:00 að íslenskum tíma). Knattspyrnusambandið fær miða á leikinn og býðst Íslendingum að kaupa þá hér á síðunni.

Allir miðarnir eru á sama svæði á vellinum og kostar miðinn 4.600 krónur.  Hægt er að sækja miðana á skrifstofu KSÍ frá 25. ágúst eða að láta senda þá í pósti og er sendingarkostnaður þá 1.000 krónur.

Íslendingar hafa verið duglegir að mæta á landsleiki Íslands sem fara fram á Norðurlöndunum.  Það verður væntanlega góð mæting til Osló einnig.  Tryggið ykkur miða í tíma.

Áfram Ísland!

Miðasala