• mán. 30. jún. 2008
  • Landslið

Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson
Noregur_Tyskaland_NM_U16_kvenna

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hófst í dag og voru fjórir leikir á dagskránni.  Íslensku stelpurnar töpuðu, 0-1, gegn Dönum á Selfossi í hörkuleik en þær mæta Norðmönnum í Þorlákshöfn á morgun, þriðjudaginn 1. júlí.

Riðlakeppnin er leikin á Suðurlandi og Suðurnesjum en í hinum leik A riðils, þar sem Ísland leikur, unnu Þjóðverjar stórsigur á Noregi 7-0 en leikið var á Hvolsvelli.  Greinilegt að þýska liðið er gríðarlega sterkt og sýndi það snilldartilþrif í leiknum.

Í B riðli gerðu Svíar og Hollendingar markalaust jafntefli í Garðinum og jafntefli var einnig upp á teningnum í Sandgerði þar sem Frakkland og Finnland skoruðu sitt markið hvor.

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí, fer svo fram önnur umferð riðlakeppninnar en henni lýkur á fimmtudaginn.  Leikið verður svo um sæti næstkomandi laugardag.  Leikina á morgun má sjá hér að neðan.

A riðill

B riðill

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008. Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Noregur_Tyskaland_NM_U16_kvenna_4

Myndirnar hér að ofan eru frá leik Noregs og Þýskalands á Hvolsvelli.  Það var Þorsteinn Jónsson er tók þessar myndir.