• fös. 27. jún. 2008
  • Landslið

Leikið við Frakka 27. september

Henri Desgrange völlurinn í Frakklandi
larochesuryon_desgrange1

Laugardaginn 27. september leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn er einn sá mikilvægasti sem íslenskt landslið hefur leikið en jafntefli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009.

Leikið verður í La Roche Sur Yon í Frakklandi og á leikvelli sem heitir Henri Desgrange.  Völlurinn er nefndur eftir upphafsmanni Tour De France hjólreiðakeppninnar og er það vel merkjanlegt á vellinum.  Keppnishjólreiðabraut umlykur leikvöllinn en hann tekur 7.000 áhorfendur, þar af 5.000 í sæti.

Henri Desgrange völlurinn í Frakklandi