• fim. 26. jún. 2008
  • Landslið

Ísland - Grikkland í dag kl. 16:30 - Myndband

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur
Byrjunarlid_Islands_gegn_Sloveniu_juni_2008

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta heimaleik í undankeppninni fyrir EM 2009.  Stelpurnar eiga góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina er fer fram í Finnlandi á næsta ári en til þess verður allt að ganga upp.

Í þessari undankeppni hefur þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, notað myndbönd til þess að koma stelpunum í réttan gír fyrir leiki og virðist það bera góðan árangur.  Hann samþykkti að leyfa þjóðinni að taka þátt í undirbúningnum með stelpunum og birtum við því tvö myndbönd hér að neðan.  Annarsvegar er myndband er hann sýndi stelpunum fyrir leikinn gegn Slóveníu síðastliðinn laugardag og hinsvegar myndband er hann sýndi stelpunum á fundi í gærkvöldi.  Við hvetjum alla til þess að kíkja á myndböndin og taka þátt í þessu með stelpunum. 

Myndband fyrir Slóveníuleikinn

Myndband fyrir Grikkjaleikinn

Við sjáumst svo á vellinum í dag í þessu frábæra veðri.  Leikurinn hefst kl. 16:30 á Laugardalsvelli en miðasala hefst á vellinum kl. 15:30.  Hægt er að kaupa miða á netinu á midi.is.

ÍSLAND Á EM!!