• mið. 25. jún. 2008
  • Fræðsla

Myndband frá knattspyrnuskóla stúlkna

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Síðustu daga hefur knattspyrnuskóli KSÍ verið starfræktur á Laugarvatni.  Dagana 9. - 13. júní voru það stúlkurnar sem voru við æfingar á Laugarvatni og drengirnir á sama stað, 16. - 20. júní.

Margt var til gamans gert og m.a. var Sigurður Ragnar Eyjólfsson fenginn til að kenna krökkunum.  Þegar hann heimsótti stúlkurnar á Laugarvatn var Dagur Sveinn Dagbjartsson með í för og hann setti saman myndbandið sem sjá má hér að neðan. Þó svo að Dagur sé mikill áhugamaður um þjóðlagatónlist þá leitaði hann á önnur mið þegar hann valdi tónlistina sem leikin er undir myndbandinu.

Myndband