• fös. 20. jún. 2008
  • Landslið

Leikskrá gefin út fyrir landsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi

Leikskráin fyrir Ísland-Slóvenía og Ísland-Grikkland
leikskra-kvenna-sloveniaoggrikkland

KSÍ ákvað á síðasta ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki og er því haldið áfram nú fyrir kvennalandsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009.  Síðast var gefin út leikskrá fyrir kvennalandsleik árið 1992. 

Fyrir þessa tvo leiki verður gefin út 16 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. 

Leikskráin verður seld á Laugardalsvelli og kostar aðeins kr. 500.  Leitið eftir sölufólki, þar sem leikskráin er ekki seld í miðasölunni.  KSÍ hefur haft þann háttinn á að bjóða aðildarfélögum að sjá um sölu á leikskránni og er því haldið áfram.  Sölufólkið að þessu sinni eru stelpur úr yngri flokkum Þróttar R. og rennur allur ágóðinn til yngriflokkastarfs félagsins.

Skellið ykkur á eintak af leikskránni og geymið sem minjagrip um leikinn! 

Meðal efnis að þessu sinni:

  • Ávörp formanns og þjálfara
  • Umfjöllun um fyrri viðureignir og eftirminnilegir leikir rifjaðir upp
  • Umfjöllun um landsliðshópa beggja liða
  • Skilaboð frá stuðningsmönnum
  • Lykilmenn liðanna kynntir
  • Hetja dagsins