• fim. 19. jún. 2008
  • Fræðsla

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ í fullum gangi

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur
Afing_fatladra_EG_HM_2008

Fyrsta æfing af þremur í Sparkvallarverkefni ÍF og KSÍ fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla þann 15. júní sl. Sérstakir gestir á æfingunni voru landsliðs- og KR-konurnar Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magúsdóttir.  Léku þær listir sínar með þátttakendum á æfingunni og kenndu þeim ýmislegt í göldrum knattspyrnunnar enda engir aukvisar á þar á ferð.  Þótti æfingin takast vel og vakti almenna ánægju meðal þátttakenda. 

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Í lok æfingarinnar buðu þær stöllur, Edda og Hólmfríður, þátttakendum á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli 21. júní n.k.

Önnur æfing verður haldinn á sama stað sunnudaginn 22. júní og sú þriðja laugardaginn 28.júní en æfingarnar eru settar á í tengslum við landsleiki íslenska kvennalandsliðsins.

Sem fyrr verða æfingarnar frá kl. 10.00 til 12.00 og leiðbeinendur þær Marta Ólafsdóttir og María Ólafsdóttir.

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur