Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ í fullum gangi
Fyrsta æfing af þremur í Sparkvallarverkefni ÍF og KSÍ fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla þann 15. júní sl. Sérstakir gestir á æfingunni voru landsliðs- og KR-konurnar Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magúsdóttir. Léku þær listir sínar með þátttakendum á æfingunni og kenndu þeim ýmislegt í göldrum knattspyrnunnar enda engir aukvisar á þar á ferð. Þótti æfingin takast vel og vakti almenna ánægju meðal þátttakenda.
Í lok æfingarinnar buðu þær stöllur, Edda og Hólmfríður, þátttakendum á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli 21. júní n.k.
Önnur æfing verður haldinn á sama stað sunnudaginn 22. júní og sú þriðja laugardaginn 28.júní en æfingarnar eru settar á í tengslum við landsleiki íslenska kvennalandsliðsins.
Sem fyrr verða æfingarnar frá kl. 10.00 til 12.00 og leiðbeinendur þær Marta Ólafsdóttir og María Ólafsdóttir.