Landsliðshópur Slóveníu sem mætir Íslandi
Slóvenar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í undankeppni EM 2009 hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00. Ellefu leikmenn landsliðshópsins koma frá tveimur sterkustu félögunum í Slóveníu.
Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
JADRANKA KNE?EVIĆ ?NK KRKA
KSENJA POVH ?NK KRKA
MANJA BENAK ?NK KRKA
ANDREJA NIKL ?NK KRKA
ADRIJANA BOGOLIN ?NK KRKA
ANJA MILENKOVIČ ?NK KRKA
MATEJA ZVER ?NK POMURJE
TANJA VRABEL ?NK POMURJE
TJA?A TIBAUT ?NK POMURJE
ALENA MILKOVIČ ?NK POMURJE
PETRA ČRNKO ?NK POMURJE
SNE?ANA MALE?EVIĆ ITALIJA
MARTINA POTRČ ?NK LJUDSKI VRT PTUJ
LUCIJA MORI ?NK SLOVENJ GRADEC
?PELA VEHAR ?NK VELESOVO
NATA?A PETROVIĆ ?NK OLIMPIJA
INES ?PELIČ ?NK SENO?ETI ?KALE
UR?KA ?GANEC ?NK SENO?ETI ?KALE
Félögin Krka og Pomurje hafa borið höfuð og herðar yfir önnur félög í knattspyrnu kvenna síðustu ár og hafa skipst á að leika í Evrópukeppni meistaraliða kvenna síðustu ár. Árið 2004 lék einmitt Krka við KR í undankeppni þeirrar keppni og hafði slóvenska liðið þá betur og komst áfram í milliriðilinn. Liðin voru með jafnmörg stig en slóvenska liðið komst áfram þar sem þær unnu innbyrðis viðureign félaganna.