• mið. 18. jún. 2008
  • Landslið

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast
3C4E8871

A-landslið kvenna mætir Slóveníu á Laugardalsvelli á laugardag og Grikklandi á fimmtudag í næstu viku.  Með stuðningi þjóðarinnar eru stelpunum okkar allir vegir færir.  Hjálpum þeim að láta drauminn rætast.  Ísland á EM !!!

Til íslensku þjóðarinnar frá leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu

Kæru Íslendingar,

Okkar draumur er að komast á stórmót, þú getur hjálpað okkur að láta drauminn rætast

Margrét Lára Viðarsdóttir

 Þið voruð tólfti maðurinn síðast, endurtökum það aftur

Ásta Árnadóttir

 Að horfa upp í stúku og hlusta á alla syngja þjóðsönginn með okkur gaf manni þvílíka gæsahúð og fyllti mann þannig þjóðarstolti og það var aldrei að fara að koma til greina annað en að leggja lífið að veði fyrir sigur

Sif Atladóttir

Ég fæ aukna orku frá hverjum einasta áhorfenda sem mætir á Ísland – Slóvenía. Þið góðu landsmenn nær og fjær skiptið okkur mestu máli í þessari baráttu. Draumur minn er að spila á EM 2009 og þið getið hjálpað mér að láta hann rætast, sjáumst á vellinum, Áfram Ísland!

Hólmfríður Magnúsdóttir

Með áhorfendurna okkar á móti Serbíu var eins og við værum 12 inná vellinum

Greta Mjöll Samúelsdóttir

 Mig langaði bara að stökkva upp í allan þennan fjölda í stúkunni og fagna með þeim, þetta var ein besta stund lífs míns. Sannaði að við getum spilað góðan fótbolta og að draumurinn okkar geti ræst.”

Edda Garðarsdóttir

"Það var ótrúlegt að sjá svona stóran hluta þjóðarinnar mættan til að styðja við bakið á okkur.  Ég man að ég leit upp í stúku í þjóðsöngnum og stoltið var ólýsanlegt.  Þjóðerniskenndin hefur aldrei verið meiri og það var ljóst að þjóðin ætlaði með okkur alla leið á EM."

Þóra B. Helgadóttir

Fjórtán tvö er fortíðin, Finnland er framtíðin. Upplifðu stemninguna og hjálpaðu okkur inní framtíðina”.

Guðbjörg Gunnarsdóttir

 Mig langar rosalega að komast á EM 2009 en við þurfum áhorfendur til að hjálpa okkur í leikjunum, þetta var svakalega flott á móti Serbíu

Erla Steina Arnadóttir

Það var svo gaman,

að sjá alla saman,

eldrauða í framan,

að ég táraðist...”       

Ásthildur Helgadóttir

Stuðningurinn var gríðarlegur og áhorfendur voru okkar tólfti maður inná vellinum”

Guðný Petrína Þórðardóttir

 Þetta var söguleg stund fyrir okkur allar og við fundum að þetta var byrjunin á einhverju stórkostlegu. Það var mikill heiður að fá að vera partur af þessu frábæra liði á þessari stundu”.

Ólína G. Viðarsdóttir

Liðið styrkist með ykkar stuðningi, allir á völlinn!

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

 Ísbjörninn Ófeigur kom siglandi á ísjaka til að tryggja sér miða. Það dugar þó að fara á miði.is ... ”

Katrín Jónsdóttir

 Vitandi af þjóðinni fylgjast með og standa við bakið á manni er einstakt og stórkostlegt. Myndi ekki skipta þeirri tilfinningu út fyrir 603.729 milljarða. Það er á svona stundum sem ég skil lífið. EM 2009 og Ísland, það er lífið!”

Katrín Ómarsdóttir

 Það sem gerði leikinn við Serbíu svo ógleymanlegan var stuðningur og hvatning íslensku þjóðarinnar. Mómentið að heyra þjóðsönginn sunginn af 6000 áhorfendum skapaði ekki bara gæsahúð og auka hjartaslög, heldur efldi það baráttuhug og viljann til að bera sigur úr bítum. Fyrir landsliðið, fyrir Ísland. Nú er komið að næsta skrefi og stuðningur þjóðarinnar er ómetanlegur. Áfram Ísland!!”

Dóra Stefánsdóttir

“Katrín Ómars ætlar að taka dansinn. Þú vilt ekki missa af þessu.”

Dóra María Lárusdóttir

 “Ég fylltist þjóðarstolti þegar ég leit upp í stúkuna og allan skarann. Þið voruð frábær”

Guðný Björk Óðinsdóttir

 




Virðingarfyllst,

A-landslið kvenna í knattspyrnu (sem lék síðasta heimaleik Íslands fyrir framan 6.000 syngjandi stuðningsmenn Íslands).

p.s. Það eru aðeins 9800 sæti á Laugardalsvelli.  Af hverju getur ekki orðið uppselt á kvennalandsleik?  Sjáumst á laugardaginn!

Ísland-Slóvenía laugardaginn 21. júní á Laugardalsvelli klukkan 14.00.

Ísland-Grikkland fimmtudaginn 26. júní á Laugardalsvelli klukkan 16.30.

Miðasala á www.midi.is