• mið. 18. jún. 2008
  • Landslið

Dómarar leiksins gegn Slóveníu koma frá Hollandi

UEFA
uefa_merki

Dómarar leiksins sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardaginn koma frá Hollandi.  Dómarinn heitir Sjoukje De Jong og henni til aðstoðar verða löndur hennar Vivian Peeters og Nicolet Bakker.  Fjórði dómari verður svo Einar Sigurðsson.

UEFA mun senda 2 eftirlitsmenn til að fylgjast með leiknum og er það í fyrsta skiptið sem UEFA sendir 2 eftirlitsmenn á landsleik kvenna hérlendis.  Dómaraeftirlitsmaður UEFA verður Ingrid Jonsson frá Svíþjóð en eftirlitsmaður leiksins verður Liana Stoicescu frá Rúmeníu. 

Báðir eftirlitsmennirnir þekkja vel til staðhátta hér á landi en þær störfuðu báðar fyrir UEFA á úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fór hér á landi síðasta sumar.  Þar fóru Þjóðverjar með sigur af hólmi eftir að hafa lagt Englendinga, sem voru undir stjórn hinnar kunnu Mo Marley, í framlengdum úrslitaleik.