Norðmenn sterkari á Vodafonevellinum
Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum. Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1. Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga undir lok leiksins.
Íslendingar byrjuðu leikinn betur í gærkvöldi og voru miklu grimmari fyrri hluta fyrri hálfleiks. Leikurinn jafnaðist er leið á hálfleikinn og Norðmenn komstu smám saman betur inn í leikinn. Þeir skoruðu svo eina mark hálfleiksins eftir um hálftíma leik.
Seinni hálfleikur var heldur bragðdaufur en allir 18 leikmenn hópsins fengu að spreyta sig í þessum leik. Norðmenn skoruðu strax í byrjun seinni hálfleiks og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Þeir bættu svo tveimur mörkum við áður en að Jón Vilhelm Ákason skoraði gott mark á síðustu mínútu leiksins.
Næsta verkefni U21 karlalandsliðsins er vináttulandsleikur hér á landi gegn Dönum en sá leikur fer fram miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi. Sá leikur er lokaundirbúningur fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2009 en í september verða Austurríkismenn sóttir heim áður en að Slóvakar koma hingað til lands.