• fös. 13. jún. 2008
  • Landslið

Hópurinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi valinn

Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands
Byrjunarlid_Finnland

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni.

Nýliðarnir eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni og Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiðabliki en hún er aðeins 16 ára.

Hópurinn

Leikurinn við Slóveníu hefst kl. 14:00, laugardaginn 21. júní, á Laugardalsvelli og hefst miðasala á leikinn í dag á midi.is.  Miðinn kostar 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

Laugardaginn 21. júní verður “Dagur kvennaknattspyrnunnar” haldinn hátíðlegur og verður af því tilefni hátíð á Laugardalsvelli fyrir landsleikinn, eða frá kl. 12:30.  Meðal annars verður boðið upp á grillaðar pylsur, andlitsmálun, knattþrautir og hoppukastala.