• mán. 26. maí 2008
  • Landslið

Védís Hervör syngur þjóðsöngvana

Védís Hervör
Vedis_portrait

Fyrir vináttulandsleik Íslands og Wales á miðvikudag mun Védís Hervör Árnadóttir syngja þjóðsöngva landanna.  Þessi glæsilega söngkona mun syngja án undirleiks og mun vafalaust leysa verkefnið með miklum sóma.

Þjóðsöng Íslands, lofsöng Matthíasar Jochumssonar, kunna allir og hefur þessi ættjarðarsöngur yljað mörgum um hjartaræturnar fyrir landsleiki á Laugardalsvellinum.  Færri þekkja hins vegar þjóðsöng Wales, sem heitir á frummálinu "Mae Hen Wlad Fy Nhadau" og útleggst á ensku "Land of my fathers".  Védís mun syngja þjóðsönginn á welsku.

Í hálfleik mun síðan Gunnar Ólafsson, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Skítamóral, leika nokkur lög til að halda uppi fjörinu.  Gunnar er frábær gítarleikari og söngvari og mun eflaust njóta þess a' láta ljós sitt skína fyrir framan vallargesti á Laugardalsvelli.