• mán. 26. maí 2008
  • Landslið

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun

A landslið kvenna
ksi-Akvenna

Í morgun hélt kvennalandsliðið utan og er förinni  heitið til Serbíu.  Þar verður leikið við heimamenn í undankeppni fyrir EM 2009 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikurinn hefst kl. 15:00, miðvikudaginn 28. maí.

Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki en Frakkar leiða riðilinn með 19 stig eftir sjö leiki.  Serbar verma neðsta sætið í riðlinum og hafa hlotið 3 stig eftir sex leiki.  Íslendingar lögðu Serba hér á heimavelli á síðasta ári með fimm mörkum gegn engu en Serbar tefla fram töluvert breyttu liði nú.

Dómari leiksins kemur frá Englandi, Alexandra Ihringova og henni til aðstoðar verða löndur hennar, Emma Everson og Natalie Walker.  Þetta tríó var einmitt við stjórnvölinn þegar að Frankfurt og Umeå léku síðari úrslitaleikinn í Evrópukeppni kvenna um helgina.

Heitt er í veðri í Kragujevac, þar sem leikurinn fer fram, þessa dagana og er spáð 33 stiga hita þegar flautað verður til leiks á miðvikudaginn.