• mið. 21. maí 2008
  • Landslið

Hóparnir gegn Serbíu og Wales tilbúnir

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynntu í dag á sameiginlegum blaðamannafundi hópa sína fyrir næstu verkefni.

Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarana eftir fundinn í dag og heyrði hljóðið í þeim fyrir þessa leiki.

Viðtal við Ólaf

Viðtal við Sigurð Ragnar

Miðvikudaginn 28. maí verður mikill landsleikjadagur en þá verða bæði A landslið Íslands í eldlínnunni.  Kvennalandsliðið leikur ytra gegn Serbíu í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikið verður í Kragujevac og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 15:00.

Karlalandsliðið leikur vináttulandsleik við Wales á Laugardalsvellinum síðar þennan sama dag eða kl. 19:35.  Þessi leikur er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni fyrir HM 2010 en fyrsta verkefni Íslands þar er leikur við Norðmenn ytra, þann 6. september næstkomandi.

Landsliðshópur kvenna

Dagskrá kvenna

Landsliðshópur karla