Grasrótarnámskeið KSÍ
Sunnudaginn 1. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara. Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Því eru félög sem starfrækja knattspyrnuskóla í sumar eindregið hvött til að senda kennarana og aðstoðarmenn þeirra á þetta námskeið.
Þátttakendur námskeiðsins fá afhenta sérstaka Grasrótarviðurkenningu KSÍ að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið hefst kl. 9:00 og áætlað er að því verði lokið kl. 18:00. Þátttökugjald er 2.000 kr. og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
9.00-9.10 Setning - SRE
9.10-10.10 Fótbolti fyrir alla - DSD/SRE bóklegt
10.10-11.10 Fótbolti fyrir alla - DSD/SRE bóklegt
11.20-12.20 Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum - ÞÁ bóklegt
12.20-13.20 Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum - ÞÁ verklegt
13.20-13.50 Matarhlé
13.50-14.50 Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu - FEJ bóklegt
14.50-15.50 Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu - FEJ verklegt
16.00-17.00 Kynning á Futsal - ÞI bóklegt
17.00-18.00 Siðferði þjálfarans og verndun barna - ÞS bóklegt
Kennarar:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (SRE), Dagur Sveinn Dagbjartsson (DSD), Friðrik Ellert Jónsson (FEJ), Þorbjörg Sveinsdóttir (ÞS), Þorlákur Árnason (ÞÁ), Þorvaldur Ingimundarson (ÞI).
Kennsluþættir:
Fótbolti fyrir alla
- Að gera þjálfurum grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir þjálfun barna
- Stefna KSÍ í barna- og unglingaþjálfun
- Mikilvægi þess að leyfa öllum börnum að spila jafn mikið
- Leiðir til að fjölga iðkendum
- Kynning á fótbolta fatlaðra, fótbolta fyrir minnihlutahópa, knattspyrnuskólum, sparkvallarverkefninu o.fl.
Kynning á Futsal
- Reglur leiksins (umræður og fyrirlestur)
- Sýnikennsla á því hvernig leikurinn er spilaður (DVD)
- Spurningar og svör
Siðferði þjálfarans og verndun barna (Barnahús heldur fyrirlestur)
- Að búa til öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn í fótbolta
- Siðferðisleg mörk
- Siðferði fótboltaþjálfarans
Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu
- Að kenna hvernig bregðast eigi við algengustu meiðslum í fótbolta (bóklegt)
- Að kenna þátttakendum námskeiðsins endurlífgun (verklegt)
Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum
- 4 á móti 4, 7 á móti 7 eða 11 á móti 11? – Hver er munurinn, hvað hentar hverjum aldurshópi?
- Æfinga- og leikjasafn
- Þátttakendur fá DVD disk með æfingum
- Skemmtilegir leikir fyrir börn í fótbolta (verklegt)