• fös. 02. maí 2008
  • Landslið

U19 karla leika gegn Búlgörum í dag

Byrjunarlið U19 karla er sigraði Ísrael með einu marki gegn engu í milliriðli fyrir EM 2008
U19_karla_byrjunarlidid_Israel

Í dag kl. 16:00 leika Íslendingar við Búlgari í milliriðli fyrir EM 2008 hjá U19 karla.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi í júlí.  Ísland og Búlgaría hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum en Búlgörum dugir jafntefli til þess að tryggja sér efsta sætið.

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og stillir hann upp sama liði og sigraði Ísrael með einu marki gegn engu.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Ingvar Jónsson

Hægri bakvörður: Eggert Rafn Einarsson

Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson

Miðverðir: Fannar Arnarsson og Hólmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Guðmundur Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Hægri kantur: Rafn Haraldsson

Vinstri kantur: Guðmundur Reynir Gunnarsson

Framherji: Björn Jónsson

Jósef Kristinn Jósefsson er meiddur og leikur ekki í dag og sömu sögu er að segja um Ögmund Kristinsson markvörð.