• fös. 25. apr. 2008
  • Landslið

U19 karla heldur til Noregs á morgun

Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007
U19_karla_England_oktober_2007

Íslenska U19 landslið karla heldur til Noregs snemma í fyrramálið þar sem leikið verður í milliriðli fyrir EM 2008.  Liðið er þar í riðli með heimamönnum, Búlgaríu og Ísrael.  Fyrsti leikurinn er við Noreg, sunnudaginn 27. apríl.

Kristinn hefur þurft að gera fjórar breytingar á upprunalega hóp sínum og hafa þeir Ingvar Jónsson úr Njarðvík, Steinn Gunnarsson úr KA, Guðmundur Steinn Hafsteinsson úr Val og Aaron Palomares úr HK komið inn í hópinn.  Þeir sem detta út eru: Viktor Unnar Illugason, Haraldur Björnsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Kolbeinn Sigþórsson.

Liðið tryggði sér sæti í milliriðlum með því að hafna í öðru sæti riðilsins í undankeppninni.  Englendingar sigruðu þann riðil en Ísland lagði bæði Belgíu og Rúmeníu og komst þar með áfram.

Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarann, Kristin R. Jónsson, á dögunum og ræddi við hann um verkefnið í Noregi.  Viðtalið má sjá hér.

Riðillinn