Lið U19 kvenna farið til Belgíu
Stelpurnar í U19 landsliði kvenna hélt af stað í morgun, ásamt fylgdarliði, til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, fimmtudag, en þá verður leikið gegn heimastúlkum í Belgíu. Á laugardaginn verður svo leikið gegn Póverjum en lokaleikur liðsins í riðlinum er þriðjudaginn 29. apríl. Þá mætir íslenska liðið silfurliðinu frá síðustu úrslitakeppni, Englandi, sem enn eru undir styrkri handleiðslu Mo Marley.
Efsta þjóð riðilsins tryggir sér svo sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Frakklandi í júlí en milliriðlarnir eru sex talsins. Sú þjóð er verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex kemst inn sem sjöunda þjóðin og sú áttunda verða gestgjafar Frakka.
Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti þjálfara U19 kvenna, Ólaf Þór Guðbjörnsson, rétt áður en liðið lagði af stað til Belgíu og spurði hann út í verkefnið. Viðtalið við Ólaf má sjá hér.