• þri. 22. apr. 2008
  • Landslið

Sigurður Ragnar til Grikklands

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, mun á morgun fylgjast með leik Grikkja og Frakka í 3. riðli undankeppni fyrir EM 2009.  Þessi lið verða mótherjar Íslands síðar á árinu.

Frakkar eru í efsta sæti riðilsins, eru með 12 stig eftir fimm leiki en Íslands kemur þar á eftir með 9 stig eftir fjóra leiki.  Grikkir hafa hlotið þrjú stig í þremur leikjum, hafa tapað gegn Frökkum og Íslendingum en unnið Serba á útivelli.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er á útivelli gegn Serbum og fer sá leikur fram í Kragujevac, miðvikudaginn 28.maí.  Áður en að þessum leikjum kemur leikur íslenska liðið tvo vináttulandsleiki gegn Finnum ytra.  Fyrri leikurinn fer fram sunnudaginn 4. maí og sá síðari miðvikudaginn 7. maí.

Keppnin á uefa.com