• fim. 17. apr. 2008
  • Fræðsla

Styrkur KSÍ til fræðslumála

Þjálfari að störfum
coaching1

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á dögunum að styðja enn fremur við fræðslumál innan sambandsins.  Mun KSÍ veita 10 ferðastyrki á ári til fræðslumála sem nemur ráðstöfun flugmiða á áfangastaði Icelandair.  

Styrkjum verður úthlutað a.m.k. ársfjórðungslega. Umsækjendur skulu skila inn umsókn um styrk í síðasta lagi 3 vikum fyrir brottför.

Fræðslunefnd KSÍ úthlutar styrkjunum í samráði við framkvæmdastjóra en styrkurinn getur nýst t.d. þjálfurum, dómurum, stjórnendum eða öðrum þeim einstaklingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem afla sér menntunar erlendis.

Það er von stjórnar KSÍ að styrkir þessir nýtist einstaklingum vel innan hreyfingarinnar en sífellt meiri kröfur eru gerðar til þeirra er starfa fyrir hönd knattspyrnunnar.

Úthlutunarreglur

Styrkur KSÍ er háður eftirfarandi skilyrðum:

  1. Umsækjandi skal vera í starfi innan aðildarfélags KSÍ.
  2. Styrkþega ber að skila skýrslu um námskeiðið/ráðstefnuna til birtingar á fræðsluvef KSÍ.  Skýrslan skal berast innan 3 vikna frá heimkomu með tölvupósti til fræðslustjóra KSÍ (siggi@ksi.is).
  3. Styrkþegi samþykkir að halda stutt erindi á ráðstefnu á vegum KSÍ (um  skýrsluna) óski KSÍ eftir því.

Umsækjendur um styrkinn þurfa að fylla út meðfylgjandi umsóknareyðublað og skila til fræðslustjóra KSÍ.

Nánari upplýsingar veitir fræðslusvið KSÍ í síma 510-2900

Umsókn