• mán. 31. mar. 2008
  • Fræðsla

Héraðsdómaranámskeið á Reyðarfirði

Gylfi_Orrason_Breidablik_HK
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á Austurlandi og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Aldurstakmark 15 ára og er námskeiðið ókeypis.  Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Reyðarfirði.

Gylfi Orrason er kennari á námskeiðinu og fer hann mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hlið dómgæslunnar.

Einnig er minnt á að þennan sama dag verður unglingadómarapróf fyrir þá sem sátu námskeiðið 29. mars síðastliðinn.

Prófin verða á Egilsstöðum kl. 17:30 og á Reyðarfirði kl. 18:30.