• lau. 29. mar. 2008
  • Landslið

U17 kvenna mætir Finnum í dag

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku
EM_U17kvenna_milliridill_2008_byrjunarlid_Russland

Íslendingar mæta Finnum í dag í lokaleik milliriðils fyrir EM 2008.  Íslensku stelpurnar eiga ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum en efsta liðið vinnur sér sæti í úrslitakeppni EM 2008, þeirri fyrstu í þessum aldursflokki.  Íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa, 3-4 gegn Rússum og 2-4 gegn Dönum.  Finnar eiga möguleika á efsta sætinu en Finnar og Danir eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig.

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Vinstri bakvörður: María Rannveig Guðmundsdóttir

Hægri bakvörður: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Miðverðir: Arna Ómarsdóttir og Silvía Sigurðardóttir

Vinstri kantur: Stefanía Valdimarsdóttir

Hægri kantur: Katrín Ásbjörnsdóttir

Tengiliðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Heiða Dröfn Antonsdóttir

Sóknarmaður: Berglind Björk Þorvaldsdóttir