• fim. 27. mar. 2008
  • Landslið

Tap hjá U17 kvenna gegn Dönum

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku
EM_U17kvenna_milliridill_2008_byrjunarlid_Russland

Íslensku stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Danmörku í öðrum leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 4-2 fyrir Dani eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.

Milliriðillinn er leikinn í Danmörku og í fyrri leik dagsins sigruðu Finnar Rússa með einu marki gegn engu.

Heimstúlkur komust yfir í fyrri hálfleik en Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin á 26. mínútu.  Danir komust svo 3-1 yfir í síðari hálfleik en stelpurnar gáfust ekki upp.  Berglind Þorvaldsdóttir minnkaði muninn sjö mínútum fyrir leikslok.  Stelpurnar freistuðu þess að jafna metin og lögðu allt í sókina.  Það nýttu Danir sér á lokamínútunni og bættu fjórða markinu við.

Síðasti leikur stelpnanna er gegn Finnum á laugardaginn en efsta lið riðilsins kemst áfram í úrslitakeppnina sem leikin verður í Sviss.